27. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 23. mars 2018 kl. 09:45


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:45
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 09:45
Birgir Þórarinsson (BirgÞ) fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:45
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:45
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:45
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:45
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 09:45
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:45

Þorsteinn Víglundsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir voru fjarverandi.

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um ársreikninga (texti ársreiknings) Kl. 09:45
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Hörpu Theodórsdóttur frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

2) 387. mál - fjármálafyrirtæki Kl. 10:05
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti.

Nefndin samþykkti að Brynjar Níelsson yrði framsögumaður málsins.

3) 388. mál - Viðlagatrygging Íslands Kl. 10:05
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti.

Nefndin samþykkti að Óli Björn Kárason yrði framsögumaður málsins.

4) Önnur mál Kl. 10:10
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:10